Um okkur

Svifvængjafélagið Bólstri var stofnað sumarið 2015. Við erum hópur svifvængjaflugmanna sem ætlar að gera svifvængjaflug á Íslandi enn sýnilegra, hvetja fólk til þess að taka þátt í mótum í útlöndum og standa fyrir mótum á Íslandi. Við komum úr öllum áttum en eigum það sameiginlegt að elska að fljúga svifvæng, tala um svifvængi og ferðast innanlands og til útlanda til að hitta aðra svifvængjaflugmenn og fljúga með þeim. Öllum er velkomið að gerast félagsmenn og eru engar kröfur um neina reynslu af svifvængjaflugi.

Nýjustu fréttir

Hér sérðu allt það nýjasta sem er að gerast hjá Bólstra

Kíktu á bloggið okkar
Verslunarmannahelgin 2017

Nú er síðasti dagurinn á Bólstra hittingnum í Vík um verslunamannahelgina 2017 liðin. Helgin var stórgóð og margt brallað. Þetta árið flugum við í Vík og á Kirkjubæjarklaustri og áttu flestir glimmrandi fín flug. Einhverjir skelltu sér svo í Zipline ferð þegar það rigndi sem mest og skemmtu sér stórvel. Þetta árið voru veitt verðlaun […]

Lesa grein
Nýtt Íslandsmet

Hans Kristján Guðmundsson sló nýtt Íslandsmet á svifvæng laugardaginn 10. júní 2017. Hann gerði sér lítið fyrir og bætti metið um næstum 20km. sem verður að teljast afar góð viðbót við það gamla. Bólstri óskar Perform Hans innilega til hamingju með þetta 70km. langa nýja íslandsmet og hlakkar til að sjá hann fara yfir 100km. […]

Lesa grein
Svifvængjasumarið 2017

Nú þegar svifvængjatímabilið er hafið í ár er ekki seinna vænna en að fara að skipuleggja hittinga og mót fyrir sumarið, því það er gaman að fljúga og enn skemmtilegra að fljúga saman! Stefnan er sett á að endurtaka leikin bæði á Laugarvatni og í Vík, þar sem þeir sem komust í fyrra skemmtu sér […]

Lesa grein