Um okkur

Svifvængjafélagið Bólstri var stofnað sumarið 2015. Við erum hópur svifvængjaflugmanna sem ætlar að gera svifvængjaflug á Íslandi enn sýnilegra, hvetja fólk til þess að taka þátt í mótum í útlöndum og standa fyrir mótum á Íslandi. Við komum úr öllum áttum en eigum það sameiginlegt að elska að fljúga svifvæng, tala um svifvængi og ferðast innanlands og til útlanda til að hitta aðra svifvængjaflugmenn og fljúga með þeim. Öllum er velkomið að gerast félagsmenn og eru engar kröfur um neina reynslu af svifvængjaflugi.

Nýjustu fréttir

Hér sérðu allt það nýjasta sem er að gerast hjá Bólstra

Kíktu á bloggið okkar
Verslunarmannahelgin 2016

Um verslunarmannahelgina hélt Svifvængjafélagið Bólstri sitt fyrsta formlega mót. Mótið var haldið í Vík í Mýrdal og alls mættu 28 flugmenn á svæðið, auk þess sem margir makar og börn létu líka sjá sig. Mótið byrjaði á föstudeginum með því að keppendur skráðu sig og fengu lítinn glaðning frá Bólstra og Flugfélagi Íslands. Fyrsti keppnisdagur var […]

Lesa grein
GPS Punktar

Hér er hægt að nálgast þá GPS punkta sem að mótanefnd Bólstra hefur tekið saman. Laugarvatn 2016  Vík í Mýrdal 2016 Herdísarvík 2016 Skrárnar eru á KML sniði og eru því aðgegnilegar fyrir GPS Dump og Google-Earth.

Lesa grein
Nordic Paragliding Open 2016

Kappflug á svifvængjum 26. Júní – 2. júlí sl. var norðurlandamótið í svifængjaflugi haldið í Saint-Jean Montclar, Frakklandi. Rétt tæplega 150 keppendur voru skráðir á mótið og af þeim voru 9 íslendingar, 8 karlmenn og ein kona. Íslensku keppendurnir voru: Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Þorri Gestsson, Guðbjartur Rúnarsson, Hans Kristján Guðmundsson, Gísli Rafn Gylfason, Tomasz Chrapek, […]

Lesa grein