Að gerast félagsmaður

Það er einfalt að gerast félagsmaður í Svifvængjafélaginu Bólstra. Sendið okkur einfaldlega tölvupóst á netfangið bolstri@bolstri.is og látið eftirfarandi fylgja með:

  • Fullt nafn
  • Kennitölu
  • Netfang
  • Örstuttar upplýsingar um flugreynslu ef einhver er.

Í kjölfarið sendum ykkur staðfestingapóst og þið fáið greiðsluseðil í netbankann ykkar.

Félagsgjöld fyrir árið 2017 eru kr. 4000. Eindagi félagsgjalda er í apríl ár hvert.

Félagsgjöld Bólstra fara í:

  • Rekstur á vefsíðu og tölvupósti félagsins.
  • Félagsmenn verða meðlimir í Flugmálafélagi Íslands.
  • Skipulag og utanumhald á mótum og öðrum viðburðum á vegum félagsins.

Félagið hvorki á né rekur eigið húsnæði. Öll vinna félagsmanna er unnin í sjálfboðavinnu. Félagsfundir eru haldnir eftir þörfum og er tilkynnt um þá með amk. eins vikna fyrirvara bæði á heimasíðunni okkar og svo á Facebook.
Aðalfundur er haldinn í apríl ár hvert. Dagskrá fundarins verður hægt að finna á heimasíðunni okkar þegar nær dregur fundi.