Verslunarmannahelgin 2017

Nú er síðasti dagurinn á Bólstra hittingnum í Vík um verslunamannahelgina 2017 liðin. Helgin var stórgóð og margt brallað. Þetta árið flugum við í Vík og á Kirkjubæjarklaustri og áttu flestir glimmrandi fín flug. Einhverjir skelltu sér svo í Zipline ferð þegar það rigndi sem mest og skemmtu sér stórvel. Þetta árið voru veitt verðlaun […]

Lesa grein
Nýtt Íslandsmet

Hans Kristján Guðmundsson sló nýtt Íslandsmet á svifvæng laugardaginn 10. júní 2017. Hann gerði sér lítið fyrir og bætti metið um næstum 20km. sem verður að teljast afar góð viðbót við það gamla. Bólstri óskar Perform Hans innilega til hamingju með þetta 70km. langa nýja íslandsmet og hlakkar til að sjá hann fara yfir 100km. […]

Lesa grein
Svifvængjasumarið 2017

Nú þegar svifvængjatímabilið er hafið í ár er ekki seinna vænna en að fara að skipuleggja hittinga og mót fyrir sumarið, því það er gaman að fljúga og enn skemmtilegra að fljúga saman! Stefnan er sett á að endurtaka leikin bæði á Laugarvatni og í Vík, þar sem þeir sem komust í fyrra skemmtu sér […]

Lesa grein
Verslunarmannahelgin 2016

Um verslunarmannahelgina hélt Svifvængjafélagið Bólstri sitt fyrsta formlega mót. Mótið var haldið í Vík í Mýrdal og alls mættu 28 flugmenn á svæðið, auk þess sem margir makar og börn létu líka sjá sig. Mótið byrjaði á föstudeginum með því að keppendur skráðu sig og fengu lítinn glaðning frá Bólstra og Flugfélagi Íslands. Fyrsti keppnisdagur var […]

Lesa grein
Nordic Paragliding Open 2016

Kappflug á svifvængjum 26. Júní – 2. júlí sl. var norðurlandamótið í svifængjaflugi haldið í Saint-Jean Montclar, Frakklandi. Rétt tæplega 150 keppendur voru skráðir á mótið og af þeim voru 9 íslendingar, 8 karlmenn og ein kona. Íslensku keppendurnir voru: Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Þorri Gestsson, Guðbjartur Rúnarsson, Hans Kristján Guðmundsson, Gísli Rafn Gylfason, Tomasz Chrapek, […]

Lesa grein
Gin Wide Open 2016

Kappflug um ósýnilega braut á himni. 18. – 25. júní fór fram alþjóðleg keppni í svifvængjaflugi í Saint-Jean Montclar, Frakklandi. Keppnin stóð yfir vikutímabil og felst í því að svifvængjaflugmenn svífa um himininn, frá rásmarki, á milli punkta sem þeir þurfa að finna með gps-tækjum og vera svo fyrstir í mark, sannkallað kappflug um himininn. 130 […]

Lesa grein
SIV í Tyrklandi

Á dögunum fór tveir félagsmenn Bólstra, Brynjar og Gussi, á SIV námskeið á vegum Passion Paragliding í Ölüdeniz í Tyrklandi. SIV er skammstöfun sem stendur fyrir frönsku setninguna Simulation Êd’Incident en Vol, eða Simulated Incidence in Flight á ensku. Í stuttu máli snýst svona námskeið um að búa til ýmsar mis hættulegar aðstæður sem geta […]

Lesa grein
Myndirnar á síðunni

Myndirnar á vefsíðu Bólstra eru fengnar frá íslenskum svifvængjaáhugamönnum. Forsíðumyndin og flestar stærri myndirnar á síðunni eru frá Óðni Árnasyni, meðlimur Fjallateymisins og virkur svifvængjaflugmaður. Þegar þetta er skrifað hefur Óðinn flogið tæpa 30klst. í 94 flugum.

Lesa grein
Nýtt félag!
Tenerife

Svifvængjafélagið Bólstri er glænýtt félag, ætlað öllum sem áhuga hafa á svifvængjaflugi. Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagsmenn geta kíkt hingað félagsaðild. Til þess að hafa samband við okkur er einfaldast að senda okkur skeyti á Facebook síðunni okkar eða senda okkur tölvupóst á bolstri@bolstri.is og við gerum okkar besta til að svara […]

Lesa grein