Nordic Paragliding Open 2016

Kappflug á svifvængjum

26. Júní – 2. júlí sl. var norðurlandamótið í svifængjaflugi haldið í Saint-Jean Montclar, Frakklandi. Rétt tæplega 150 keppendur voru skráðir á mótið og af þeim voru 9 íslendingar, 8 karlmenn og ein kona. Íslensku keppendurnir voru: Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Þorri Gestsson, Guðbjartur Rúnarsson, Hans Kristján Guðmundsson, Gísli Rafn Gylfason, Tomasz Chrapek, Agnar Örn Arason, Kári Skúlason og Pawel Sztuba.

verdlaun

Frábær úrslit íslensku keppendanna.

Íslendingar hafa um árabil keppt á norðurlandamótinu en aldrei eins margir og í ár og óhætt að fullyrða að árangurinn lét ekki á sér standa þetta árið. Ágústa Ýr landaði 2. sæti í flokki norrænna kvenna og Þorri Gestsson 3. sæti í flokki norrænna karla á C-vængjum. Bæði eru þau í Svifvængjafélaginu Bólstra.

Evrópumót á næstunni.

Veður hamlaði keppninni nokkuð og voru einungis þrír keppnisdagar gildir af sex og hafði það líklega nokkur áhrif á gengi keppenda. Evrópumótið verður svo haldið í Makedóníu í ágúst og á Ísland þar tvo mjög efnilega fulltúra, hina áðurnefndu Ágústu Ýr og svo keppir Hans Kristján Guðmundsson í flokki karla á keppnisvængjum, hann lenti í 7. sæti í sínum flokk á norðurlandamótinu og er það hans besti árangur til þessa.

Myndirnar með fréttinni tók Tomasz Chrapek