Sumarið 2016

Nú styttist óðum í að flugsumarið 2016 hefjist af fullum krafti hjá okkur. Félagsmenn í Bólstra eru spenntir fyrir sumrinu og stefnum við að því að halda eftirtalda viðburði fyrir félagsmenn og aðra. Athugið að tímasetningar eru ekki komnar á hreint og dagskráin getur tekið einhverjum breytingum.

  • GPS kennsla, miðjan apríl.
  • Herdísravík Race, seint í Júní.
  • Víkurmótið, lendingarkeppni (óstaðfest).
  • XC-Ísafjörður, Verslunarmannahelgin 2016. Því miður verður ekki hægt að hafa XC Ísafjörð þetta árið.

Nokkrir félagsmenn eru svo á leið á eftirfarandi mót seinna í sumar

Fyrir utan þessa viðburði er stefnan líka sett á Makedóníu (Krusevo) í byrjun júní. Fjölmargir íslenskir flugmenn hafa farið þangað undanfarin ár og dvalið þar í góðu yfirlæti hjá Igor Todevski.