Svifvængjaflug

Svifvængjaflug

Svifvængjaflug er eitt einfaldasta form flugs sem til er. Við göngum með allan útbúnaðinn okkar upp á fjall, breiðum út vænginn og fljúgum af stað án nokkurrar utaðankomandi hjálpar. Við treystum svo á veður og vinda til þess að geta haldið okkur á lofti, og ef vel tekst til getum við flogið marga kílómetra og lent langt frá upphafsstað. Það er hægt að líkja flugi í svifvæng við að sitja í rólu, nema hátt uppi, með magnað útsýni og frjáls eins og fuglinn.

Kynnast fluginu

Besta leiðin til að kynnast svifængjaflugi er að prófa flug með kennara. Þá fyrst færðu að njóta alls þess besta við flugið og finnur hvort að þetta sé eitthvað sem þú viljir læra.

Á Íslandi eru 2 fyrirtæki sem bjóða upp á svokölluð farþegaflug. Farþegaflug virkar þannig að þú flýgur með kennara sem sér um allt flugið, en þú færð tækifæri til þess að njóta flugsins og taka myndir. Kennarinn getur svo leyft þér að prófa að stýra vængnum ásamt því að hann getur sýnt þér hvað vængurinn býður uppá.

http://www.paragliding.is
http://www.trueadventure.is

Í útlöndum er hægt að finna út um allt aðila sem bjóða upp á farþegaflug. Einfaldast er að Google „Tandem paragliding“ og bæta við landinu og/eða borginni sem verið er að ferðast til. Ef hægt er að finna fjöll í grennd við áfangastað má gera ráð fyrir að einhversstaðar í grennd sé hægt að komast í farþegaflug. Mikilvægt er þó að athuga hvort að fyrirtækin sé ekki með allt uppi á borðum og með tryggingamálin sín á hreinu ef eitthvað kemur uppá.

Dæmi um fyrirtæki í útlöndum sem félagsmenn Bólstra þekkja og geta mælt með.

Ertu með einhverjar spurningar? Sendu okkur endilega línu á bolstri@bolstri.is eða notaðu FB síðuna okkar til að senda okkur skilaboð.