Svifvængjasumarið 2017

Nú þegar svifvængjatímabilið er hafið í ár er ekki seinna vænna en að fara að skipuleggja hittinga og mót fyrir sumarið, því það er gaman að fljúga og enn skemmtilegra að fljúga saman!

Stefnan er sett á að endurtaka leikin bæði á Laugarvatni og í Vík, þar sem þeir sem komust í fyrra skemmtu sér einstaklega vel.
Því mælum við með því að þið takið frá helgina 14.-16. júlí fyrir hitting á Laugarvatni og verslunnarmannahelgina 4.-7. ágúst fyrir flugmót í Vík.

Nánari upplýsingar um þessa viðburði verða settir inn síðar en við mælum með því að fólk taki þessar helgar frá.

Myndina sem fylgir þessari frétt tók Patrycja Pati Makowska