Um okkur

Svifvængjafélagið Bólstri var stofnað sumarið 2015. Við erum hópur svifvængjaflugmanna sem ætlar að gera svifvængjaflug á Íslandi enn sýnilegra, hvetja fólk til þess að taka þátt í mótum í útlöndum og standa fyrir mótum á Íslandi. Við komum úr öllum áttum en eigum það sameiginlegt að elska að fljúga svifvæng, tala um svifvængi og ferðast innanlands og til útlanda til að hitta aðra svifvængjaflugmenn og fljúga með þeim. Öllum er velkomið að gerast félagsmenn og eru engar kröfur um neina reynslu af svifvængjaflugi.

Stjórn félagsins árið 2017 er skipuð svona:

  • Vífill Björnsson, formaður
  • Alda Björk Óskarsdóttir, gjaldkeri
  • Brynjar Óskarsson, meðstjórnandi

Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum FB síðuna okkar eða með því að senda okkur tölvupóst á bolstri@bolstri.is

Kennitala félagsins er 610715-1840.