Verslunarmannahelgin 2016

Um verslunarmannahelgina hélt Svifvængjafélagið Bólstri sitt fyrsta formlega mót. Mótið var haldið í Vík í Mýrdal og alls mættu 28 flugmenn á svæðið, auk þess sem margir makar og börn létu líka sjá sig. Mótið byrjaði á föstudeginum með því að keppendur skráðu sig og fengu lítinn glaðning frá Bólstra og Flugfélagi Íslands.

Fyrsti keppnisdagur var á laugardeginum og fór sérlega vel fram.  Allir flugmenn fóru í loftið og flogið var vítt um Víkina. Mótsnefnd setti niður stutta en krefjandi keppnisbraut, þar sem markmiðið var að fljúga frá Reynisfjalli, fara fram yfir Víkurklettana og til baka yfir Reynisdranga, samtals tæplega 13km. Ástríður Alda Sigurðardóttir var sú fyrsta sem að kláraði brautina og í kjölfar hennar komu þeir Óðinn Árnason og Ingvar Örn Ólason.

Sunnudagurinn var heldur lakari, nokkrir rigningar dropar voru í lofti og rigning í grend. Ljóst var að ekki var hægt að setja braut til þess að fljúga, en úr varð punktlendingarkeppni í Reynisfjöru. Fjórir keppendur urðu jafnir og urðu því að kljást um glæsileg verðlaunin frá Veitingarstaðnum Suðurvík á óhefðbundari máta. Á endanum varð það Dominik Dusek sem að hreppti lendingar verðlaununin eftir æsispennandi „Rock/Papper/Sissor“ keppni í lokahófinu.

Í lokahófinu á sunnudagskvöldinu gæddu allir sér á sameiginlegum grillmat. Þar voru svo veitt glæsileg verðlaun fyrir keppnina í boði Icewear. Dr. Kingo sá svo samviskulega um að draga upp úr lottó potti þar sem allir keppendur fengu einhver verðlaun.

Flugmenn og aðstaðdendur voru sammála um að mótið hafi farið sérstaklega vel fram og mun Bólstri halda mótið aftur að ári og þar með gera mótið að árlegum viðburði.

Bólstri vill sérstaklega þakka eftirfarandi aðilum fyrir stuðningin og velvild við mótið.

Úrslit laugardagsins má finna hér.

Myndina sem fylgir þessari frétt tók Patrycja Pati Makowska