Gussi nær nýjum hæðum

Gussi er búinn að fljúga á paraglider í 8 ár og risastórum flugvélum mun lengur svo það er fátt við Veðrahvolfið sem kemur honum á óvart. Hann elskar yfirlandsreið og er duglegur að hringa sig upp í vermikviku og svífa svo um á milli bólstranna.

Í morgun tók hann af stað í Helgafelli í Mosfellsbæ og lenti ekki fyrr en tæpum 3 klst. síðar í Krýsuvík, þá þegar á leið aftur til Reykjavíkur. Flugið mældist í heildina 48,6 km. langbesta vermikvikuflug Gussa á Íslandi og í open distance er það einungis 18 kílómetrum undir Íslandsmetinu sem Szczepan Pawluszek setti á Íslandsmótinu 2013. Innilega til hamingju með þetta frábæra flug Gussi og við viljum sjá þig setja nýtt Íslandsmet í sumar.


in english:

Gussi has flown a paraglider for 8 years and jets for much longer so there’s not much about the troposphere that surprises him. He loves XC-flights and it is admirable how he can constantly be coring those thermals and then gliding between the fluffy cumulus clouds.

This morning he took off at Helgarfell in Mosfellsbær and didn’t touch down until almost 3 hours later at Krýsuvík, by then he had already turned his path back to Reykjavik. At longest his flight was 48.6km. by far his best flight in Iceland and only 18 kilometres under the Icelandic XC record (open distance) that was set by Szczepan Pawluszek at the Icelandic XC comp in 2013. It’s always fun to see pilots exceed their flying and set a PB, congratulations Gussi and we want to see you set a new Icelandic record this summer.

 

Gussi_flight
Smellið á myndina til að sjá allt flugið á Flightlog // Click the photo for Flightlog