Verslunarmannahelgin 2017

Nú er síðasti dagurinn á Bólstra hittingnum í Vík um verslunamannahelgina 2017 liðin.
Helgin var stórgóð og margt brallað. Þetta árið flugum við í Vík og á Kirkjubæjarklaustri og áttu flestir glimmrandi fín flug. Einhverjir skelltu sér svo í Zipline ferð þegar það rigndi sem mest og skemmtu sér stórvel.

Þetta árið voru veitt verðlaun í eftirfarandi flokkum:

  • Eitthvað sem betur mátti sleppa (verðlaun: Tuborg Gold og heilræðið „Næst þegar þú færð slíka hugmynd, opnaðu frekar einn kaldann og fáðu þér sæti”)
  • Hæsta og lengsta flugið (XC) (verðlaun: vindsokkur frá Ozone)
  • Flugið sem kom mest á óvart / Flugið sem kom næst mest á óvart (verðlaun: Birdie eye – GoPro mount frá Sky, aukaverðlaun: bolur frá Ozone)

Vinningshafar þetta árið voru eftirfarandi:

  • Gísli Steinar Jóhannesson í flokknum Eitthvað sem betur mátti sleppa en Gísli afrekaði það að lenda á nokkrum tjaldstólum einungis 1m frá opnu elsdstæði (myndband verður birt síðar). Bólstri mælir ekki með því að fólk leiki þessa lendingu eftir.
  • Tomasz Chrapek í flokknum Hæsta og lengsta flugið (XC) en Tomasz flaug upp í 1.049m hæð og 9,3 km í beinni loftlínu í flugi sínu á Kirkjubæjarklaustri
  • Óskar Pálmarsson og Þráinn Sigurðarson í flokknum Flugið sem kom mest á óvart / Flugið sem kom næst mest á óvart. Þeir flugu úr vesturhlið Reynisfjalls yfir til Víkur. Þar sem aðeins einn getur unnið aðalverðlaunin þá hlaut Óskar þau þar sem hann fór fyrstur yfir fjallið. Ekki var þó hægt að líta framhjá afreki Þráins og fékk hann því aukaverðlaun.

Bólstri vill sérstaklega þakka eftirfarandi aðilum fyrir stuðningin og velvild við mótið.

Myndina sem fylgir þessari frétt tók Áslaug Rán Einarsdóttir.